Karfan þín er tóm

Nýtt og glæsilegt útibú á Akureyri

fimmtudagur, 4. júlí 2024

Johan Rönning, Vatn & veitur auk Ísleifs opnuðu nýtt og glæsilegt húsnæði í byrjun júní. Í nýju húsnæði skapast enn betri aðstaða til að þjónusta fagfólk á Norðurlandi. Húsnæðið er staðsett að Óseyri 1A í nýbyggðu 2.300 fermetra húsnæði. Ný nálgun er tekin í framsetningu vara fyrir rafbúnað og pípulagnir þar sem viðskiptavinir geta nálgast flestar vörur sjálfir.

Fagleg þjónusta verður ætíð til staðar fyrir þá sem þess óska. Vöruval hefur verið aukið til muna ásamt því að nýjar rekstrareiningar hafa bæst við eins og Vatn & veitur ásamt Ísleifi með bað og hreinlætistæki.

Nýja útibúið er hannað með sjálfsafgreiðslu í huga þar sem fagfólk getur nýtt sér app til innkaupa. Þessi þjónusta gengur þannig fyrir sig að viðskiptavinur skráir sig inn við komu, skannar inn úr hillum hvort heldur með síma eða með sértækum skönnum og skráir sig síðan út að lokinni verslun. Ávinningurinn er mikill, enda er jálfsafgreiðsla mun fljótlegri þjónustuleið.