Karfan þín er tóm

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Fagkaupa

Tilgangur og gildissvið

Persónuverndarstefnan lýsir hvernig Fagkaup ehf. (Fagkaup) kt: 670169-5459 framfylgja lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi sinni, þar á meðal hvernig Fagkaup meðhöndlar persónuupplýsingar starfsfólks, viðskiptavina sinna auk annarra sem nota vefsíður félagsins sem og meðferð upplýsinga sem verða til við eftirlit og vöktun.

Persónuverndarstefnan gildir fyrir alla starfsemi Fagkaupa.

Ábyrgð

Forstjóri setur Fagkaupum persónuverndarstefnu og yfirmarkmið sem stjórnendur fylgja eftir. Stjórnendur setja sértæk markmið og aðgerðaáætlun í málaflokkum og eru ábyrgir fyrir eftirfylgni með árangri.

Forstjóri Fagkaupa er ábyrgur fyrir endurskoðun stefnunnar og að hún sé rétt á hverjum tíma.

Persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings. Persónuupplýsingar geta verið t.d. nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, IP-tala, upplýsingar um vörukaup einstaklings eða myndefni úr eftirlitsmyndavélum.

Öll meðhöndlun persónuupplýsinga af hendi félagsins er í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Þessum upplýsingum er safnað til að hægt sé að hafa fólk í vinnu, eiga í viðskiptum, versla á vefnum, auðkenna notendur við innskráningu, bæta þjónustu, tryggja góða notendaupplifun og öryggi á starfsstöðvum fyrirtækisins.

Með það að markmiði að auka starfsánægju, bæta þjónustu og þjónustuupplifun viðskiptavina getur Fagkaup afhent persónuupplýsingar til utanaðkomandi aðila, svo sem fyrirtækja sem framkvæma viðhorfs- og markaðsrannsóknir. Afhending á persónuupplýsingum til utanaðkomandi aðila er ávallt bundin trúnaði.

Vefur

Með því að nota vefsíður félagsins veitir viðkomandi notandi samþykki sitt á skráningu og vinnslu Fagkaupa á persónuupplýsingum sínum, sem og notkun vefsins á vafrakökum.

Við staðgreiðslu í gegnum vefverslun þarf viðskiptavinur að gefa upp debet- eða kreditkortanúmer, þær upplýsingar eru ekki geymdar á vefsíðum okkar heldur fara þær færslur í gegnum örugga greiðslusíðu viðkomandi færsluhirðis.

Þegar vefnotandi skráir sig á póstlista í gegnum einhvern af vefjum félagsins fer viðkomandi netfang á póstlista. Hægt er að afskrá sig af viðkomandi póstlista með því að smella á vefslóð í tölvupósti sem sendur er á netfang notanda.

Þegar vefnotandi verslar vörur í einhverri af vefverslunum félagsins þarf að gefa upp persónuupplýsingar á borð við nafn viðskiptavinar, heimilisfang, símanúmer og netfang. Með því að versla í vefverslunum félagsins samþykkir viðkomandi viðskiptavinur slíka söfnun persónulegra upplýsinga.

Félagið fer með allar persónuupplýsingar af ýtrustu varúð og sem algjört trúnaðarmál. Undir engum kringumstæðum verða upplýsingar frá vefnotanda afhentar né seldar þriðja aðila.

Vafrakökur

Vafrakökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru geymdar í hverju því tæki sem þú notar til að skoða vefinn.

Vefsíður okkar nota vafrakökur til að tryggja góða notendaupplifun og greina umferðina á vefnum. Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsins og eru líkur á því að vefurinn virki ekki sem skyldi ef vafrakökur eru ekki leyfðar.

Vefmælingar eru gerðar í samstarfi við Google og Facebook. Þegar þú heimsækir vefinn er nafnlausum upplýsingum safnað saman af þessum aðilum fyrir okkur og notum við svo þessar upplýsingar til að bæta vefinn og upplifun þína af honum. Þessar upplýsingar eru t.d. hvaðan komið var á vefinn til okkar, hvert var farið fyrst, hvernig tæki var notað við skoðun, hverju var leitað að á vefnum o.þ.h. Nánari upplýsingar um vafrakökur, hvernig hægt er að stýra notkun þeirra og eyða þeim má finna á eftirfarandi vefsíðu: http://www.allaboutcookies.org/manage-cookies/

Eftirlitsmyndavélar

Þjónusturými, vörugeymslur og almenn svæði eru vöktuð með eftirlitsmyndavélum til að tryggja öryggi starfseminnar sem og yfirsýn og rekjanleika vörusendinga. Vöktuð svæði eru merkt sérstaklega og er vísað í verklagsreglu um rafræna vöktun með myndavélum fyrir frekari upplýsingar. Kerfisstjóri sér til þess að myndefni sé fargað eftir 30 daga. Ef nauðsyn ber til að geyma efni lengur eru ástæður tilgreindar. Að öllu jöfnu eru upptökur ekki skoðaðar. Undanþegið er ef rekja þarf vörusendingar í vöruhúsum félagsins. Stjórnandi í vöruhúsi hefur aðgang að því myndefni. Ef öryggisbrestur verður metur forstjóri, sem ábyrgðaraðili vöktunar, hvort aðgangur að myndefni er leyfður.

Sá sem sætt hefur rafrænni vöktun á almennt rétt á að skoða gögn, svo sem fá að sjá myndbandsupptökur og hlusta á hljóðupptökur sem verða til um hann við vöktunina, en slíka beiðni má hvort heldur sem er setja fram munnlega eða skriflega. Athygli er vakin á því að til staðar er réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vöktunar.

Fagkaup hafa sett sér verklagsreglur um rafræna vöktun með myndavélum og er hún aðgengileg á vef fyrirtækisins.

Ef spurningar vakna varðandi meðhöndlun Fagkaupa á persónuupplýsingum vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið oryggi@fagkaup.is.

Markmið

• Öll vinnsla persónuupplýsinga er með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti og tilgangur skýrt tilgreindur, lögmætur og málefnalegur.
• Þær persónuupplýsingar sem aflað er eru nægjanlegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang, áreyðanlegar og uppfærðar eftir þörfum.
• Vinnsluskrá er til staðar og viðahaldið með reglubundnum hætti.
• Persónuupplýsingar eru varðveittar í því formi að ekki er hægt að bera kennsl á skráða einstaklinga lengur en þörf er og meðhöndlaðar þannig að öryggi þeirra sé tryggt.
• Öll svæði sem eru vöktuð eru merkt með áberandi hætti.

Eftirfylgni

Árlega er sett fram aðgerðaráætlun með sértækum markmiðum fyrir árið, skilgreindum verkefnum til að ná hverju markmiði með ábyrgðaraðila og lokið fyrir dagsetningu. Aðgerðaráætlun er fylgt eftir reglulega á fundum stjórnenda.

Síðast uppfært: 09/07/2024